fredag 29. januar 2016

Þorrablót 2016

Velkomin á Þorrablót Íslendingafélagsins Kjartans sem haldið verður í glæsilegum húsakynnum frímúrarareglunar í miðbæ Þrándheims. 

Blótið verður með svipuðu sniði og í fyrra, hefðbundinn þorrablótsstemning með tónlist, söng, dans og þorramat. 
Einnig verður happdrætti eins og svo oft áður, með glæsilegum vinningum! Húsið opnar kl 18 og borðhald hefst kl 19, svo endilega mætið tímanlega. 
Boðið verður upp á fordrykk, brennivín og hákarl, eins og undanfarin ár. Slátur, súrmatur og annað góðgæti verður á borðum og barinn mun bjóða upp á bjór, hvítvín, rauðvín og eitthvað af sterku. Áfengi verður selt gegn vægu verði og barinn tekur einungis á móti reiðufé. Athugið að ekki er leyfilegt að koma með eigið áfengi. 

Skráningin er í tveimur hlutum. Annars vegar skal greiða miðaverð á reikning Íslendingafélagsins og hins vegar senda mail á kjartan2016@gmail.com með nafni þess/þeirra sem á að skrá og hvort um sé að ræða stúdenta eða ekki. Athugið að stúdentar munu þurfa að sýna stúdentaskírteini (studentbevis og semesterkort) við inngang.

Miðaverð:
Stúdentar 350,-
Aðrir 500,-

Reikningsnúmer Íslendingafélagsins:
1503.70.69091

Endilega skráið ykkur sem fyrst svo við vitum hversu margir ætla að koma. Hlökkum til að sjá ykkur í þorrablótsstuði!

-Þorrablótsnefndin 2016

tirsdag 10. mars 2015

Myndir frá messu í Bakke Kirkju


 Hér má sjá nokkrar myndir teknar við messu síðastliðinn sunnudag, 8. mars, í Bakke kirkju. 

fredag 6. mars 2015


Messa og sunnudagaskóli í Bakke kirke, sunnudaginn 8. mars.

Messa verður haldin í Bakke kirke, sunnudaginn 8. mars klukkan 11:00. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir messar.
Kór Kjartans syngur við undirleik Björns Leifssonar organista í Hemne kirke.
Það gleður mig að geta loksins auglýst að sunnudagaskólann hefjist á þessum sama tíma. Stefnt er á að halda oftar sunnudagaskóla það sem eftir er vetrar. 
Dagskrá auglýst betur síðar. 
Vonast til þess að sjá sem flesta og börn alveg sérstaklega velkomin.
Kær kveðja,
f.h. Íslendingafélagsins Kjartans 
Elín Soffía Pilkington

torsdag 12. februar 2015




Velkomin á Þorrablót íslendingafélagsins Kjartans!

Hefðbundinn þorramatur, þorrablótsstemning með söng, tónlist og skemmtiatriðum. Veislan verður haldin í glæsilegum húsakynnum Frímúrarareglunnar í miðbæ Þrándheims. 

Áfengi verður selt við vægu verði, og ekki er ætlast til að fólk taki mað sér eigið. Barinn tekur einungis á móti reiðufé, en aðgangseyrir inn á blótið verður greiddur með millifærslu inn á bankaraining. 

Frestur til að skrá sig er fram til kl 12:00 mánudaginn þann 23.febrúar.

Verð: 500kr
Stúdentaverð: 350kr

Reikningsnúmer íslendingafélagsins er 15034817011, vinsamlegast setjið inn nöfn á þeim þáttakendum sem borgað er fyrir inn í skilaboðadálkinn í millifærslunni. Skráninguna á síðan að staðfesta með tölvupósti til allasuper@gmail.com, með upplýsingar um hvenær millifærslan var framkvæmd og fullt nafn á þáttakendum.

Ef það eru sérstakar óskir um að borga þáttökugjald við inngang vinsamlegast sendið þá upplýsingar á netfangið.

søndag 15. juni 2014

0

17. júní fjölskylduhátíð 2014



Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur, laugardaginn 21. júní.

Hátíðarhöldin byrja með messu í Malvik kirke klukkan 12, þar sem að sr. Birgir Ásgeirsson Hallgrímskirkjuprestur messar og kór Íslendingafélagsins syngur.
Hátíðarhöldin halda svo áfram á Midtsandan þar sem að seldar verða kökur, pylsur gos, kaffi og síðast en ekki síst íslenskt sælgæti gegn vægu gjaldi. Svo verður farið í allskonar leiki og skemmt sér fram eftir degi.
Vonast til að sjá sem flesta!
p.s.
Fyrir þá sem vilja taka strætó í kirkjuna þá er það strætó nr. 38 og hægt verður að ferja fólk yfir á Midtsandan á eftir.
Í ár verðum við með posa á staðnum en einnig er ágætt að taka með sér seðla til öryggis þar sem að þetta er fyrsta prufukeyrsla á posanum.


søndag 9. juni 2013

17. júní fjölskylduhátíð

Íslendingafélagið Kjartan heldur upp á þjóðhátíðardaginn með fjölskylduhátíð í Midtsand i Vikhammer, sunnudaginn 16. júní kl. 14 - 17.

Pylsur og kók verður selt á staðnum ásamt íslensku sælgæti, kaffi og kökum.  Ath. að engir posar eru á svæðinu, þ.a. það þarf að taka með sér seðla.

Boðið verður upp á leiki á staðnum.  Kubb, reipitog ofl. og að sjálfsögðu tekur Kór Kjartans nokkur ættjarðarlög.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Hér til vinstri er mynd sem tekin var í reipitoginu á 17. júní í fyrra, og hér er svo linkur á myndir frá því í fyrra.








fredag 25. januar 2013

Þorrablót Íslendingafélagsins Kjartans 2013 á 50 ára afmæli félagsins!
  
 
Þorrablótið verður haldið með pompi og prakt þann 9. febrúar 2013

Aðgangseyrir er 400 NOK
Stúdentar 350 NOK (þurfa sýna studentbevis við komu)
Sendið nöfn þeirra sem ætla saman á hrefna@misa.no
Til að sæti séu tryggð þarf að greiða fyrirfram en upplýsingar um reikningsnúmer er 6401 14 71534!
Skráningu lýkur 28.janúar nk.


Munið að setja nöfn þeirra sem greitt er fyrir í athugasemd annars er enginn leið að sjá hver greiddi!

Þeir sem ekki skrá sig og greiða fyrirfram geta átt á hættu að búið sé að fylla salinn þegar mætt er á blót og missa þar með sætin sín.

Árið 2013 verður íslendingafélagið Kjartan 50 ára og ætlum við að fagna því sérstaklega!

Hvar: Thon Hotel Prinsen, Kongens gate 30
Hvenær: 9. febrúar 2013, klukkan 18:00. Húsið opnar kl. 18.00 með Brennivíni, hákarl, lifandi tónlist og "listaverki" með gömlum þorrabótsminningum
Veitingar: Dýrindis þorramatur og í tilefni afmælisins verður boðið upp á eftirrétt með kaffi.
Happadrætti: Fleiri lodd vinningar í boði
Dansiball: Jóhanna Guðrún og Davíð

Eins og fram hefur komið er þetta haldið í fallegum sal á hóteli í þetta skiptið og því verður EKKI hægt að taka með sér sitt eigið áfengi. Áfengi verður selt á sanngjörnu verði (stúdentaverð fyrir alla, 60 kr, hægt að kaupa eitthvað með kaffinu líka og vín). Brennivín verður þó eins og ávallt í boði með hákarlinum!