mandag 28. mai 2012

17. júní fjölskylduhátíð


Íslendingafélagið Kjartan heldur upp á  17. júní með fjölskylduhátíð í Eidsmogjerdet í Skaun, milli klukkan 14 og 17.


Sr. Arnaldur Bárðarson, prestur í Hemne ætlar að segja nokkur orð og kór Íslendingafélagsins syngur nokkur vel valin ættjarðarlög.
SS pylsur verða seldar á sanngjörnu verði ásamt kaffi, gosi, íslensku sælgæti, kökum o.fl
Ath. að engir posar verða á svæðinu þannig að það þarf að taka með sér seðla.
Hestar verða teymdir undir börnin í frá Rideskole Katla einnig verður reipitog og ýmsir aðrir leikir.

Vonumst til að sjá sem flesta og allir velkomnir.


Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar