søndag 9. juni 2013

17. júní fjölskylduhátíð

Íslendingafélagið Kjartan heldur upp á þjóðhátíðardaginn með fjölskylduhátíð í Midtsand i Vikhammer, sunnudaginn 16. júní kl. 14 - 17.

Pylsur og kók verður selt á staðnum ásamt íslensku sælgæti, kaffi og kökum.  Ath. að engir posar eru á svæðinu, þ.a. það þarf að taka með sér seðla.

Boðið verður upp á leiki á staðnum.  Kubb, reipitog ofl. og að sjálfsögðu tekur Kór Kjartans nokkur ættjarðarlög.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Hér til vinstri er mynd sem tekin var í reipitoginu á 17. júní í fyrra, og hér er svo linkur á myndir frá því í fyrra.








fredag 25. januar 2013

Þorrablót Íslendingafélagsins Kjartans 2013 á 50 ára afmæli félagsins!
  
 
Þorrablótið verður haldið með pompi og prakt þann 9. febrúar 2013

Aðgangseyrir er 400 NOK
Stúdentar 350 NOK (þurfa sýna studentbevis við komu)
Sendið nöfn þeirra sem ætla saman á hrefna@misa.no
Til að sæti séu tryggð þarf að greiða fyrirfram en upplýsingar um reikningsnúmer er 6401 14 71534!
Skráningu lýkur 28.janúar nk.


Munið að setja nöfn þeirra sem greitt er fyrir í athugasemd annars er enginn leið að sjá hver greiddi!

Þeir sem ekki skrá sig og greiða fyrirfram geta átt á hættu að búið sé að fylla salinn þegar mætt er á blót og missa þar með sætin sín.

Árið 2013 verður íslendingafélagið Kjartan 50 ára og ætlum við að fagna því sérstaklega!

Hvar: Thon Hotel Prinsen, Kongens gate 30
Hvenær: 9. febrúar 2013, klukkan 18:00. Húsið opnar kl. 18.00 með Brennivíni, hákarl, lifandi tónlist og "listaverki" með gömlum þorrabótsminningum
Veitingar: Dýrindis þorramatur og í tilefni afmælisins verður boðið upp á eftirrétt með kaffi.
Happadrætti: Fleiri lodd vinningar í boði
Dansiball: Jóhanna Guðrún og Davíð

Eins og fram hefur komið er þetta haldið í fallegum sal á hóteli í þetta skiptið og því verður EKKI hægt að taka með sér sitt eigið áfengi. Áfengi verður selt á sanngjörnu verði (stúdentaverð fyrir alla, 60 kr, hægt að kaupa eitthvað með kaffinu líka og vín). Brennivín verður þó eins og ávallt í boði með hákarlinum!