tirsdag 10. mars 2015

Myndir frá messu í Bakke Kirkju


 Hér má sjá nokkrar myndir teknar við messu síðastliðinn sunnudag, 8. mars, í Bakke kirkju. 

fredag 6. mars 2015


Messa og sunnudagaskóli í Bakke kirke, sunnudaginn 8. mars.

Messa verður haldin í Bakke kirke, sunnudaginn 8. mars klukkan 11:00. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir messar.
Kór Kjartans syngur við undirleik Björns Leifssonar organista í Hemne kirke.
Það gleður mig að geta loksins auglýst að sunnudagaskólann hefjist á þessum sama tíma. Stefnt er á að halda oftar sunnudagaskóla það sem eftir er vetrar. 
Dagskrá auglýst betur síðar. 
Vonast til þess að sjá sem flesta og börn alveg sérstaklega velkomin.
Kær kveðja,
f.h. Íslendingafélagsins Kjartans 
Elín Soffía Pilkington

torsdag 12. februar 2015




Velkomin á Þorrablót íslendingafélagsins Kjartans!

Hefðbundinn þorramatur, þorrablótsstemning með söng, tónlist og skemmtiatriðum. Veislan verður haldin í glæsilegum húsakynnum Frímúrarareglunnar í miðbæ Þrándheims. 

Áfengi verður selt við vægu verði, og ekki er ætlast til að fólk taki mað sér eigið. Barinn tekur einungis á móti reiðufé, en aðgangseyrir inn á blótið verður greiddur með millifærslu inn á bankaraining. 

Frestur til að skrá sig er fram til kl 12:00 mánudaginn þann 23.febrúar.

Verð: 500kr
Stúdentaverð: 350kr

Reikningsnúmer íslendingafélagsins er 15034817011, vinsamlegast setjið inn nöfn á þeim þáttakendum sem borgað er fyrir inn í skilaboðadálkinn í millifærslunni. Skráninguna á síðan að staðfesta með tölvupósti til allasuper@gmail.com, með upplýsingar um hvenær millifærslan var framkvæmd og fullt nafn á þáttakendum.

Ef það eru sérstakar óskir um að borga þáttökugjald við inngang vinsamlegast sendið þá upplýsingar á netfangið.