søndag 15. juni 2014

0

17. júní fjölskylduhátíð 2014



Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur, laugardaginn 21. júní.

Hátíðarhöldin byrja með messu í Malvik kirke klukkan 12, þar sem að sr. Birgir Ásgeirsson Hallgrímskirkjuprestur messar og kór Íslendingafélagsins syngur.
Hátíðarhöldin halda svo áfram á Midtsandan þar sem að seldar verða kökur, pylsur gos, kaffi og síðast en ekki síst íslenskt sælgæti gegn vægu gjaldi. Svo verður farið í allskonar leiki og skemmt sér fram eftir degi.
Vonast til að sjá sem flesta!
p.s.
Fyrir þá sem vilja taka strætó í kirkjuna þá er það strætó nr. 38 og hægt verður að ferja fólk yfir á Midtsandan á eftir.
Í ár verðum við með posa á staðnum en einnig er ágætt að taka með sér seðla til öryggis þar sem að þetta er fyrsta prufukeyrsla á posanum.