fredag 29. januar 2016

Þorrablót 2016

Velkomin á Þorrablót Íslendingafélagsins Kjartans sem haldið verður í glæsilegum húsakynnum frímúrarareglunar í miðbæ Þrándheims. 

Blótið verður með svipuðu sniði og í fyrra, hefðbundinn þorrablótsstemning með tónlist, söng, dans og þorramat. 
Einnig verður happdrætti eins og svo oft áður, með glæsilegum vinningum! Húsið opnar kl 18 og borðhald hefst kl 19, svo endilega mætið tímanlega. 
Boðið verður upp á fordrykk, brennivín og hákarl, eins og undanfarin ár. Slátur, súrmatur og annað góðgæti verður á borðum og barinn mun bjóða upp á bjór, hvítvín, rauðvín og eitthvað af sterku. Áfengi verður selt gegn vægu verði og barinn tekur einungis á móti reiðufé. Athugið að ekki er leyfilegt að koma með eigið áfengi. 

Skráningin er í tveimur hlutum. Annars vegar skal greiða miðaverð á reikning Íslendingafélagsins og hins vegar senda mail á kjartan2016@gmail.com með nafni þess/þeirra sem á að skrá og hvort um sé að ræða stúdenta eða ekki. Athugið að stúdentar munu þurfa að sýna stúdentaskírteini (studentbevis og semesterkort) við inngang.

Miðaverð:
Stúdentar 350,-
Aðrir 500,-

Reikningsnúmer Íslendingafélagsins:
1503.70.69091

Endilega skráið ykkur sem fyrst svo við vitum hversu margir ætla að koma. Hlökkum til að sjá ykkur í þorrablótsstuði!

-Þorrablótsnefndin 2016

1 kommentar: